Hætti fyrir sjö árum en ætlar að snúa til baka

Kim Clijsters.
Kim Clijsters. AFP

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters, sem um tíma var í efsta sæti á heimslistanum, tilkynnti í dag að hún ætlaði að snúa aftur inn á tennisvöllinn á næsta ári, sjö árum eftir að hafa lagt tennisspaðann á hilluna.

Clijsters er 36 ára gömul og hefur á ferli sínum unnið fjögur risamót. Hún hefur þrisvar fagnað sigri á opna bandaríska meistaramótinu og einu sinni á opna ástralska mótinu.

„Síðustu sjö árin hef ég verið í móðurhlutverkinu. Ég hef elskað það en ég elska líka að vera atvinnumaður í tennis. Í sannleika sagt hef ég saknað þeirrar tilfinningar,“ skrifar Clijsters á twittersíðu sína.

mbl.is