Már setti fjórða Íslandsmetið

Már Gunnarsson hefur gert gríðarlega vel á HM í London.
Már Gunnarsson hefur gert gríðarlega vel á HM í London. Ljósmynd/Íþróttasamband fatlaðra

Már Gunnarsson (S11) setti sitt fjórða Íslandsmet á HM fatlaðra í sundi í London í dag. Már synti 50 metra flugsund á 34,42 sekúndum í 200 metra fjórsundi.

Allar fjórar greinarnar synti hann á samanlagt 2:41,94 mínútum og hafnaði í tíunda sæti en komst ekki í úrslit. 

Már bætti 100 metra baksund tvívegis á mótinu og hafnaði að lokum í þriðja sæti og tók bronsverðlaun í greininni. Á mánudag setti Már Íslandsmet í 50 metra skriðsundi.

Már, sem er aðeins tvítugur, er greinilega í hörkuformi um þessar mundir.

Sonja Sigurðardóttir (S4) hafnaði í tíunda sæti í 50 metra baksundi er hún synti á 1:05,88 mínútum. 

mbl.is