Guðni Valur fulltrúi Íslands á HM

Guðni Valur Guðnason keppir á HM í Katar.
Guðni Valur Guðnason keppir á HM í Katar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Valur Guðnason verður eini fulltrúi Íslands á HM í frjálsum íþróttum í Dóha í Katar síðar í mánuðinum. Guðni verður á meðal keppenda í kringlukasti. RÚV greindi frá.

Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmeistari í sleggjukasti, komst hvað næst því að fylgja Guðna á mótið, en hann var hársbreidd frá því að vinna sér inn keppnisrétt. 

Ásdís Hjálmsdóttir, fremsta kastkona Íslands, verður ekki með á mótinu. Hún ætlar að einbeita sér að Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. 

mbl.is