Annað tap í Istanbúl

Skautafélag Akureyrar tapaði aftur í Tyrklandi.
Skautafélag Akureyrar tapaði aftur í Tyrklandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skautafélag Akureyrar tapaði 3:0 fyrir Irbis-Skate Sofia frá Búlgaríu í 2. umferð Evrópukeppninnar í íshokkíi í Istanbúl, Tyrklandi í dag. Íslandsmeistararnir hafa því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.

Búlgararnir skoruðu eitt mark í hverjum leikhluta en liðin áttu þó sambærilegan fjölda markskota. SA fékk skell í fyrstu umferð gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu, 6:1, en stóðu betur í andstæðingum sínum í dag.

SA mætir Zeytinburnu frá Tyrklandi í lokaleiknum á morgun en efsta lið riðilsins fer áfram í 2. umferð. SA komst óvænt í 2. umferðina á síðasta ári með sigri í sínum riðli en á ekki möguleika á að endurtaka árangurinn í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert