Fimm íslensk verðlaun á Norður-Evrópumótinu

Jónas Ingi Þórisson, Irina Sazonova og Valgarð Reinhardsson með verðlaun …
Jónas Ingi Þórisson, Irina Sazonova og Valgarð Reinhardsson með verðlaun sín. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Þrír Íslendingar unnu til verðlauna á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í húsakynnum Gerplu í Kópavogi.

Ólympíufarinn Irina Sazonova keppti í fyrsta skipti eftir barnsburð en hún ól barn fyrir sjö mánuðum. Irina var nærri sigri á tvíslá en fékk 0,2 stigum minna en Emily Thomas frá Wales og fékk silfur.

Irina fékk einnig silfurverðlaun í gólfæfingum. Hún hafnaði í 5. sæti í fjölþrautinni. Valgarð Reinhardsson varð einnig fimmti í fjölþraut og nældi í bronsverðlaun á svifrá.

Jónas Ingi Þórisson náði athyglisverðum árangri á mótinu en hann vann til verðlauna á tveimur áhöldum þótt hann sé enn gjaldgengur í unglingaflokki. Fékk Jónas silfurverðlaun í gólfæfingum og bronsverðlaun í stökki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert