Patrekur setti Íslandsmet

Patrekur Andrés Axelsson með verðlaun sín í Zagreb í dag.
Patrekur Andrés Axelsson með verðlaun sín í Zagreb í dag. Ljósmynd/ÍF

Patrekur Andrés Axelsson setti í dag Íslandsmet í 400 metra hlaupi í flokki T11 (flokki blindra) á opna króatíska mótinu í Zagreb. Patrekur náði þó ekki lágmarki fyrir HM í Dubai í nóvember og verður ekki á meðal keppenda þar. 

Patrekur hljóp 400 metrana á 57,87 sekúndum. Fyrr í dag hljóp hann einnig 100 metra hlaup en einungis var um klukkutími á milli greinanna. Patrekur sigraði í 100 metra hlaupinu á 12,50 sekúndum. 

Helgi Björnsson er leiðsöguhlaupari Patreks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert