Sveindís Jane var líka best í september

Sveindís Jane Jónsdóttir átti gott tímabil, þrátt fyrir fall Keflavíkur.
Sveindís Jane Jónsdóttir átti gott tímabil, þrátt fyrir fall Keflavíkur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sveindís Jane Jónsdóttir, framherjinn ungi hjá Keflavík, var besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, í septembermánuði, samkvæmt M-gjöfinni, einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Eins og fram kom í þriðjudagsblaðinu var Sveindís jafnframt besti leikmaður tímabilsins í heild, samkvæmt M-gjöfinni, en hún varð efst í henni með samtals 19 M í 17 leikjum sem hún spilaði með Keflavík.

Í september, þar sem þrjár síðustu umferðir deildarinnar voru leiknar, fengu þær Sveindís og Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslandsmeistara Vals, flest M eða fjögur hvor. Sveindís hlýtur útnefninguna því hún fékk M í öllum þremur leikjunum, tvisvar eitt og einu sinni tvö, á meðan Hallbera fékk tvisvar tvö M en ekkert í einum leikjanna.

Þetta er í annað sinn sem Sveindís er leikmaður mánaðarins á þessu tímabili en hún varð líka efst í júnímánuði. Þessir leikmenn fengu útnefningarnar fyrir hvern mánuð fyrir sig:

Maí: Cloé Lacasse, ÍBV.

Júní: Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík.

Júlí: Hallbera Guðný Gísladóttir, Val.

Ágúst: Elín Metta Jensen, Val.

September: Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »