Íslendingar dvelja í Tama

Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ.
Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ. Ljósmynd/ÍSÍ

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur tryggt sér aðstöðu fyrir íslenskt íþróttafólk í Japan á næsta ári. Þar mun íþróttafólkið geta dvalið áður en það flytur inn í ólympíuþorpið sjálft. Ólympíuleikarnir í Japan fara fram næsta sumar og hefjast 24. júlí en lýkur 9. ágúst.

„Til að undirbúa hópinn höfum við gert samkomulag við sveitarfélag sem heitir Tama og er í vesturhluta Tókýó-svæðisins. Þar verðum við með aðstöðu fyrir okkar fólk þar sem það getur jafnað sig á tímamismuninum og æft dagana fyrir leikana. Tímamismunurinn er níu klukkustundir og samkvæmt fræðunum þarf fólk að vera mætt alla vega níu til tíu dögum fyrir keppni til að jafna sig,“ sagði Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

Yfirþyrmandi getur verið fyrir íþróttafólkið að dvelja lengi í ólympíuþorpinu sjálfu ef það þarf að bíða lengi eftir því að keppa. Keppni í frjálsum íþróttum er sem dæmi ávallt síðari vikuna þegar Ólympíuleikar fara fram.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert