15. heimsmeistaratitill Biles

Simone Biles í gólfæfingunum í liðakeppninni á HM í dag.
Simone Biles í gólfæfingunum í liðakeppninni á HM í dag. AFP

Bandaríska fimleikadrottingin Simone Biles vann í dag sinn 15. heimsmeistaratitil þegar Bandaríkin fagnaði sigri í liðakeppninni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Stuttgart í Þýskalandi.

Biles, sem er 22 ára gömul, vann þar með sín 21 verðlaun á heimsmeistaramóti og er orðin sigursælasta fimleikakona frá upphafi.

Rússar hlutu silfurverðlaunin í liðakeppninni í dag og Ítalir fengu bronsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert