Afturelding með fullt hús stiga

Afturelding er með fullt hús stiga í Mizuno-deild kvenna í …
Afturelding er með fullt hús stiga í Mizuno-deild kvenna í blaki. Ljósmynd/Afturelding

Afturelding er með fullt hús stiga í efstu deild kvenna í blaki, Mizuno-deildinni, eftir 3:1-sigur gegn HK að Varmá í Mosfellsbæ í gær. Afturelding vann fyrstu hrinu leiksins nokkuð þægilega, 25:16 og í annarri hrinu hafði Afturelding mikla yfirburði og vann 25:8-sigur. 

HK svaraði í þriðju hrinu og hafði betur, 25:23, en Afturelding vann fjórðu hrinu eftir smá spennu, 25:21. Thelma Dögg Grétarsdóttir var atkvæðamest í liði Aftureldingar með 20 stig en hjá HK voru það Líney Inga Guðmundsdóttir og Matthildur Einarsdóttur sem skoruðu 10 stig.

Lið Aftureldingar lék í bleikum búningum í tilefni bleiks októbers. Allur ágóði af leiknum rann til átaksins „Bleiku slaufunnar“. Afturelding er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína á meðan HK er í fjórða sæti deildarinnar með 2 stig eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert