Sögulegir yfirburðir Biles

Simone Biles á HM í Stuttgart.
Simone Biles á HM í Stuttgart. AFP

Simone Biles frá Bandaríkjunum hafði sögulega yfirburði í fjölþrautinni á HM í áhaldafimleikum í dag. 

Biles fékk 58.999 stig fyrir æfingar sínar í Stuttgart þar sem HM fer fram. Tang Xijing frá Kína hafnaði í 2. sæti með 56.998 stig en svo mikill munur hefur aldrei fyrr verið á efstu tveimur keppendunum. 

Biles varð heimsmeistari í fjölþraut í fimmta skipti og er ósigruð síðustu sex árin. Hún hefur unnið til tuttugu og tveggja verðlauna á HM á ferlinum og vantar aðeins eitt til viðbótar til að jafna metið. Er Biles þó ekki nema 22 ára gömul. 

mbl.is