Simone Biles komin á sérstakan stall

Simone Biles er ein öflugasta íþróttakona heims um þessar mundir.
Simone Biles er ein öflugasta íþróttakona heims um þessar mundir. AFP

Þau sem hafa gaman af því að bera saman íþróttafólk í mismunandi greinum, eða velta fyrir sér hver sé best frá upphafi í einhverri íþróttagrein, geta gert sér mat úr afrekum Simone Biles þessa dagana. Sú bandaríska hefur verið ósigrandi í áhaldafimleikum í sex ár. Ekki er algengt að fólk nái mikilli yfirburðastöðu í útbreiddum íþróttum eins og fimleikum og haldi henni í mörg ár eins og Biles hefur gert. Má því velta fyrir sér hvort hún sé besta íþróttakona heimsins um þessar mundir. Væri það mælanlegt myndi hún væntanlega skora hátt.

Heimsmeistaramótið stendur nú yfir í Stuttgart og þar hefur Biles gert lítið annað en að undirstrika yfirburði sína. Í gær hafði hún raunar sögulega yfirburði í fjölþrautinni, en hún fékk 58.999 stig fyrir æfingar sínar. Tang Xijing frá Kína hafnaði í 2. sæti með 56.998 stig en svo mikill munur hefur aldrei fyrr verið á efstu tveimur keppendunum á HM. „Þessi áfangi skiptir mig öllu máli. Að vinna fimmta gullið í fjölþraut er fáheyrt og var því mjög spennandi,“ sagði Biles hógvær við fjölmiðla að keppni lokinni en lét frekar verkin tala eins og fyrri daginn.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert