Undirbúningur Japana gengur vel

Örvar Ólafsson og Andri Stefánsson, starfsmenn ÍSÍ.
Örvar Ólafsson og Andri Stefánsson, starfsmenn ÍSÍ. Ljósmynd/ÍSÍ

Japönum gengur vel að búa sig undir gestgjafahlutverk sitt á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir og Paralympics verða haldnir í Tókýó í júlí og ágúst. Morgunblaðið ræddi við Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, um gang mála. Var hann einn þeirra sem fóru fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambandsins að kanna aðstæður í Tókýó í síðasta mánuði. Að sögn Andra hefur fólk litlar áhyggjur af því að Japanir lendi í tímahraki en áhyggjuraddir heyrast vegna hitans þegar leikarnir fara fram.

„Ólympíuþorpið er komið langleiðina. Við skoðuðum íbúðir og aðra aðstöðu sem er þar. Þeir eru að tengja saman tvö svæði; ólympíusvæðið þar sem það var þegar Japan hélt leikana síðast (1964) og hins vegar svæðið þar sem mikil uppbygging hefur verið. Þar eru margar nýjar og flottar byggingar og margir keppnisstaðir. Akkúrat þarna á milli verður ólympíuþorpið á nýrri uppfyllingu. Er það minna að flatarmáli en í London 2012. Staðsetningin er þægileg og aðstaðan flott en um leið reyna gestgjafarnir að vera hagkvæmir í byggingu. Verður þessu breytt í íbúðarhúsnæði að loknum eins og eftir alla Ólympíuleika. Margt sem er notað er til bráðabirgða. Nú er horft til þess hvernig nýta megi hlutina en einnig til umhverfismála,“ sagði Andri.

Mannvirkin á áætlun

Fyrir leikana árið 2016 voru talsverðar vangaveltur um hvort Brasilíumönnum tækist að uppfylla þær kröfur sem til þeirra voru gerðar varðandi leikana í Ríó og ljúka framkvæmdum í tæka tíð. Í ólympíuhreyfingunni virðist fólk ekki hafa neinar slíkar áhyggjur varðandi leikana í Tókýó.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert