Verður hitinn óbærilegur í Japan?

Ólympíuleikarnir 2020 fara fram í Tókýó í Japan.
Ólympíuleikarnir 2020 fara fram í Tókýó í Japan. AFP

Hversu heitt verður þegar Ólympíuleikarnir og Paralympics fara fram í Japan á næsta ári?

Eins og fram kemur hjá Andra Stefánssyni hér á síðunni er hitastigið helsta áhyggjuefnið vegna Ólympíuleikanna. Greinir hann frá því að farið sé að huga að tímasetningum í úthaldsgreinum vegna þessa. Keppt verði í þeim á morgnana eða að kvöldi.

Setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó verður 24. júlí og lokahátíðin 9. ágúst. Flottar dagsetningar út af fyrir sig en spurning hvernig hitinn og rakinn verður í Japan. Ólympíuleikarnir hafa áður verið haldnir í Tókýó og var það árið 1964. En vel að merkja voru þeir þá haldnir í október. Paralympics verða 25. ágúst til 6. september.

Í bandaríska blaðinu New York Times er að finna grein þar sem því er spáð að leikarnir verði þeir „heitustu“ í sögunni og er þar vísað til hitastigs og raka. Því fylgir rökstuðningur um að sumrin í Japan einkennist gjarnan af miklum hita og raka. Ekki þurfi hitabylgju til.

Bakvörð Kristján Jónssonar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert