Iveta og Ólafur unnu opnu flokkana

Iveta Ivanova, til hægri, og María Helga Guðmundsdóttir í úrslitunum …
Iveta Ivanova, til hægri, og María Helga Guðmundsdóttir í úrslitunum í opnum flokki kvenna. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmótið í kumite, bardagahlutanum af karateíþróttinni, fór fram í Fylkisskemmunni í Norðlingaholti í dag og lauk um hádegið með úrslitaviðureignunum í flokkum fullorðinna.

Iveta Ivanova og Ólafur Engilbert Árnason, sem bæði eru úr Fylki, urðu Íslandsmeistarar í opnum flokkum kvenna og karla.

Ólafur Engilbert Árnason, til vinstri, og Þorsteinn Freygarðsson í úrslitaviðureigninni …
Ólafur Engilbert Árnason, til vinstri, og Þorsteinn Freygarðsson í úrslitaviðureigninni í opnum flokki karla. mbl.is/Árni Sæberg

Iveta sigraði Maríu Helgu Guðmundsdóttur úr Þórshamri í úrslitaviðureigninni í kvennaflokki og Telma Rut Frímannsdóttur úr Aftureldingu hafnaði í þriðja sæti.

Ólafur sigraði Þorstein Freygarðsson úr Fylki í úrslitaviðureigninni í karlaflokki en þeir Elías Snorrason úr KFR og Máni Karl Guðmundsson úr Fylki deildu þriðja sætinu.

Iveta Ivanova á efsta þrepinu í verðlaunaafhendingu í opnum flokki.
Iveta Ivanova á efsta þrepinu í verðlaunaafhendingu í opnum flokki. mbl.is/Árni Sæberg

Þau Iveta og Ólafur náðu hins vegar ekki að sigra í sínum þyngdarflokkum og urðu þar bæði í öðru sæti.

Agnar Már Másson úr Þórshamri sigraði í -60 kg flokki karla, Máni Karl Guðmundsson úr Fylki í -75 kg flokki karla, Elías Snorrason úr KFR í +75 kg flokki karla, Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu í +61 kg flokki kvenna og María Helga Guðmundsdóttir úr Þórshamri í -61 kg flokki kvenna.

Ólafur Engilbert Árnason á efsta þrepi í verðlaunaafhendingunni í opnum …
Ólafur Engilbert Árnason á efsta þrepi í verðlaunaafhendingunni í opnum flokki karla. mbl.is/Árni Sæberg
Verðlaunahafarnir í Fylkisskemmunni í dag.
Verðlaunahafarnir í Fylkisskemmunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert