Bætti 16 ára gamalt heimsmet í maraþoni

Brigid Kosgei komin í mark í dag, á nýju heimsmeti, …
Brigid Kosgei komin í mark í dag, á nýju heimsmeti, með hinni bresku Paulu Radcliffe sem átti heimsmetið í 16 ár. Ljósmynd/@ChiMarathon

Skammt er stórra högga á milli í maraþonheiminum en eftir ótrúlegt hlaup Eliud Kipchoge, sem hljóp maraþon á undir tveimur tímum í gær, sló Brigid Kosgei 16 ára gamalt heimsmet í maraþoni kvenna í dag.

Kosgei, sem er frá Kenía, hljóp til sigurs í Chicago-maraþoninu í dag á 2 klukkutímum, 14 mínútum og 4 sekúndum. Þar með bætti hún heimsmet hinnar bresku Paulu Radcliffe um 1 mínútu og 21 sekúndu, en það met setti hún í Lundúnamaraþoninu árið 2003.

Kosgei vann einnig Lundúnamaraþonið á þessu ári þegar hún hljóp á 2:18,20 klukkustundum og varð yngst frá upphafi til að vinna hlaupið en hún er 25 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert