Betur skreytt en nokkur í sögu fimleika

Simone Biles með gullverðlaunapeningana fimm sem hún vann á HM.
Simone Biles með gullverðlaunapeningana fimm sem hún vann á HM. AFP

Simone Biles getur nú státað af því að vera fremsta fimleikastjarna sögunnar. Alla vega er auðvelt að færa fyrir því rök hjá þessari 22 ára Bandaríkjakonu sem átti svo sannarlega sviðið á HM í áhaldafimleikum í Stuttgart sem lauk í gær.

Biles vann fimm af sex gullverðlaunum sem í boði voru fyrir hana á mótinu og er nú komin með 25 verðlaun á heimsmeistaramótum, þar af 19 gullverðlaun. Hún vann sín fyrstu HM-gull árið 2013, þá aðeins sextán ára gömul, og hefur verið nær ósigrandi síðan þá. Það eru því ekki aðeins ótrúlegar, „ómannlegar“ listir Biles sem gera hana að þeirri bestu frá upphafi í huga flestra, verðlaunaskápurinn rennir enn frekari stoðum undir það.

Það var með æfingum sínum á jafnvægisslá í gær sem Biles tryggði sér 24. HM-verðlaunin og komst upp fyrir hinn hvítrússneska Vitaly Scherbo sem vann 23 HM-verðlaun á sínum ferli. Hafa ber í huga að Scherbo átti möguleika á 8 verðlaunum á hverju heimsmeistaramóti en í kvennaflokki bjóðast aðeins 6 á hverju móti. Þá má hafa í huga að Scherbo vann „aðeins“ 12 gull og Biles er því búin að stinga algjörlega af í þeim efnum.

Biles fékk 15,066 í einkunn á jafnvægisslá og var 0,633 á undan Liu Tingting frá Kína. Í lokagrein mótsins, gólfæfingum, fékk Biles svo 15,133 og var 1 heilum á undan Sunisa Lee, löndu sinni, sem fékk silfur. Áður hafði Biles tryggt sér sigur í fjölþraut og unnið liðakeppnina með bandaríska liðinu, sem og stökk, en á tvíslá sem verið hefur hennar lakasta grein endaði hún í 5. sæti, aðeins 0,1 frá bronssæti.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert