Zlatan geimsmeistari

Zlatan og styttan, meðan allt lék í lyndi.
Zlatan og styttan, meðan allt lék í lyndi. AFP

Ný stytta af sænska knatspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovic var vígð í heimaborg hans Malmö í síðustu viku og voru þúsundir aðdáenda, og Zlatan sjálfur, mættir til að berja hana augun.

Á stalli styttunnar er yfirferð yfir afrek Svíans sjálfumglaða. Ekki vildi þó betur til en svo að fjölmargar stafsetningarvillur eru á plattanum. Þannig stendur á plattanum Gup í stað orðsins Cup, og Hampions League í stað Champions League. Flestar villurnar minna á hefðbundnar innsláttarvillur, en einhver kynni að spyrja sig hvernig í ósköpunum þær rata á platta þar sem óratíma tekur að höggva hvern staf.

„Ég veit ekki hvernig stendur á þessu, en þetta er frekar fyndið,“ segir Peter Linde, myndhöggvarinn sem skóp styuttuna, í samtali við sænska ríkisútvarpið og bætir við að villurnar verði leiðréttar svo fljótt sem auðið er.

Zlatan Ibrahimovic, geimsmeistari félagsliða með Barcelona árið 2009.
Zlatan Ibrahimovic, geimsmeistari félagsliða með Barcelona árið 2009. Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert