Ekkert fær stöðvað meistarana

Julian Edelman fagnar öðru snertimarki sínu í Boston í gær.
Julian Edelman fagnar öðru snertimarki sínu í Boston í gær. AFP

Meistararnir í New England Patriots unnu sinn áttunda sigur á tímabilinu í NFL-deildinni þegar Cleveland Browns mættu í heimsókn í gær. Leiknum lauk með 27:13-sigri Patriots þar sem leikstjórnandinn Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimörkum.

Julian Edelman, útherji Patriots, átti mjög góðan leik í fyrir sitt lið og skoraði tvö snertimörk en hann og Brady náðu mjög vel saman í leiknum. Patriots eru áfram ósigraðir á tímabilinu en varnarleikur liðsins hefur verið nánast óaðfinnanlegur til þessa.

San Francisco 49ers eru áfram taplausir líka eftir 51:13-sigur gegn Carolina Panthers í San Francisco. Tevin Coleman átti frábæran leik fyrir 49ers og skoraði þrjú snertimörk en 49ers hafa unnið sjö leiki á tímabilinu og hafa komið mörgum á óvart.

Úrslit helgarinnar í NFL:

Minnesota Vikings 19:9 Washington Redskins
Atlanta Falcons 20:27 Seattle Seahawks
Buffalo Bills 13:31 Philadelphia Eagles
Chicago Bears 16: LA Chargers 17
Detriot Lions 31:26 New York Giants
Houston Texans 27:24 Oakland Raiders
Jacksonville Jaguars 29:15 New York Jets
LA Rams 24:10 Cincinnati Bengals
New Orleans Saints 31:9 Arizona Cardinals
Tennesee Titans 27:23 Tampa Bay Buccaneers
San Francisco 49ers 51:13 Carolina Panthers
Indianapolis Colts 15:13 Denver Broncos
New England Patriots 27:13 Cleveland Browns
Kansas City Chiefs 24:31 Green Bay Packers

Richard Sherman átti góðan leik fyrir 49ers í nótt og …
Richard Sherman átti góðan leik fyrir 49ers í nótt og stal einum bolta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert