Elín Edda með næstbesta tíma í maraþoni

Elín Edda Sigurðardóttir.
Elín Edda Sigurðardóttir. Ljósmynd/ÍR

ÍR-ingurinn Elín Edda Sigurðardóttir náði næstbesta tíma íslenskrar konu í maraþonhlaupi í Frankfurt í Þýskalandi í gær.

Elín Edda kom í mark á 2:44,48 klukkustundum og hafnaði í 33. sæti. Martha Ernsdóttir á Íslandsmetið í greininni sem er 2:35,15, klukkustundir sem hún setti í september árið 1999. Martha er þjálfari Elínar, sem átti best 2:49,00 klukkustundir frá því í Hamborg í Þýskalandi í vor.

mbl.is