Fjölnir tyllti sér á toppinn

Róbert Pálsson lagði upp tvö mörk í leiknum en hér …
Róbert Pálsson lagði upp tvö mörk í leiknum en hér er hann í baráttunni í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölnir tyllti sér á toppinn í Hertz-deild karla í íshokkí þegar liðið vann 5:3-sigur gegn SR í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Það var mikið fjör í fyrsta leikhluta þar sem Ólafur Björnsson og Michal Stoklosa skoruðu fyrir Fjölnismenn snemma leiks.

Jón Óskarsson og Miloslav Racansky jöfnuðu metin fyrir SR um miðjan fyrsta leikhluta. Michal Stoklosa kom Fjölnismönnum í 3:2 skömmu síðar og Ólafur Björnsson skoraði fjórða mark Fjölnismanna undir lok fyrsta leikhluta og staðan 4:2, Fjölnismönnum í vil.

Kári Guðlaugsson minnkaði muninn fyrir SR undir lok annars leikhluta en Steinar Grettisson innsiglaði sigur Fjölnis með marki undir lok þriðja leikhluta og þar við sat. Fjölnismenn eru með fullt hús stiga eða 12 stig í efsta sæti deildarinnar, SA er í öðru sæti með 9 stig og SR er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert