Kári Kristján okkar besti línumaður

Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég fylgdist með báðum leikjum íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn Svíum um nýliðna helgi og það ber að þakka SportTV fyrir að sýna báða leikina í beinni útsendingu.

Mér finnst vera góður taktur í liðinu undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar og hans bíður jákvæður hausverkur að velja hópinn sem Ísland teflir fram á Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð, Noregi og Austurríki í janúar.

Varnarleikurinn var virkilega góður í fyrri leiknum þar sem hinn tvítugi Sveinn Jóhannsson stimplaði sig virkilega vel inn í miðja vörn íslenska liðsins. Hann er framtíðarmaður í landsliðinu þótt svo kunni að fara að hann verði ekki valinn í EM-hópinn.

Kári Kristján Kristjánsson er að mínu mati besti línumaður okkar og ég vil sjá Eyjatröllið í EM-hópnum. Kári var kallaður inn í hópinn á síðustu stundu og eftir að hafa verið úti í kuldanum um nokkuð langt skeið kom Kári sterkur inn og sérstaklega í fyrri leiknum.

Sjá allan bakvörðinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »