Líklegast að ég endi á leik í NHL-deildinni og NFL-deildinni

Frá leik Pittsburgh Steelers og Miami Dolphins í bandaríski NFL-deildinni.
Frá leik Pittsburgh Steelers og Miami Dolphins í bandaríski NFL-deildinni. AFP

Bandarískar íþróttar eiga undir högg að sækja þessa dagana. Áhorfið fer minnkandi á nánast allar íþróttir sem í boði eru vestanhafs, ekki bara hjá Kananum sjálfum, heldur líka hjá íþróttaunnendum annars staðar í heiminum.

Ég hef reynt að hanga yfir NFL-deildinni öðru hverju en hef ekki fjárfest í fullri áskrift að deildinni núna í tvö ár. NBA-deildin er eins og hún er. Um það bil 1.250 leikir á einu tímabili áður en úrslitakeppnin tekur við. Leikmenn deildarinnar spila að sjálfsögðu af fullum krafti í öllum leikjum og í íþróttahúsum Vestanhafs er ekki til neitt sem heitir göngubolti. Móðir allra íþrótta, eða meira kannski langamma.

Knattspyrnan er á uppleið í Bandaríkjunum og ætli hún taki ekki yfir íþróttamenninguna þeirra á endanum. Ég er á leið til New York, í nóvember, og er að reyna ákveða hvaða íþróttaviðburðum ég eigi að verða vitni að. Eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að ég endi á leik í NHL-deildinni og NFL-deildinni.

Sjá allan bakvörð Bjarna á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert