Hugsuður orðinn landsliðsþjálfari

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. mbl.is/ Hari

Sú var tíðin að á Íslandi var gefið út tímarit um íþróttir sem hét einfaldlega Íþróttablaðið. Kom það líklega út um tíu sinnum á ári þegar mest var.

Raunar var tímaritið gefið út í áratugi en ég þekki ekki hvað varð til þess að það lagðist af. Ef til vill var það einfaldlega tilkoma internetsins sem varð þess valdandi.

Foreldrar mínir gáfu grænt ljós á að ég væri áskrifandi að þessu tímariti sem barn og unglingur enda sjálfsagt margt verra hægt að glugga í en umfjöllun um íþróttalífið hérlendis. Dreifingin hjá Fróða hefur þá alla vega þurft að senda eitt eintak vestur á firði.

Eftir á að hyggja var tímaritið býsna metnaðarfullt, alla vega á þeim tíma sem um ræðir, en Þorgrímur Þráinsson stýrði þá efnistökum. Hægt er að kynna sér það allt saman á Þjóðarbókhlöðunni þar sem finna má blöðin í möppum rétt eins og Morgunblaðið sem fagnar 106 ára afmæli á morgun.

Sjá allan bakvörð Kristjáns á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »