Svipmyndir frá Iceland Open

Stærsta og glæsilegasta líkamsrækarmót sem haldið hefur verið hérlendis fór fram í Laugardagshöllinni um helgina. Mikið var um dýrðir og kepptu rúmlega 200 keppendur hvaðanæva að úr heiminum. 

Hér gefur að líta svipmyndir frá mótinu en allar ljósmyndir voru teknar af Bent Marínósyni. 

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Fitness og vaxtarrækt

  • Bikini PRO - Kerry Sexton (UK)
  • Men´s physique PRO - Rory Gissing (UK)
  • Figure - Kiera Aston (UK)
  • Classic Physique - Urs Kalecinski (Germany)
  • Wellness - Natalia Keller (DK)
  • Iceland Open Model search - Birta Sif Kristmannsdóttir (Ísland)
  • Woman´s physique - Rakel Svava Einarsdóttir (Ísland)
  • Bodybuilding ToniKohonen (Finland)

Hnefaleikar

Hnefaleikari kvöldsins og handhafi Iceland Oopen Fight Night beltisins varð Alexander Puckov og var bardagi Elmars og Alexandr Baranovs valinn bardagi kvöldins.

Thor's power challenge

Í karlaflokki sigraði Sigfús Fossdal, í öðru sæti varð Óskar Pétur Hafstein og í því þriðja varð Þorsteinn Grétar Júlíusson. Í kvennaflokki sigraði Ragnheiður Jónasdóttir, í öðru sæti varð Ellen Lind Ísaksdóttir og Lilja B. Jónsdóttir hafnaði í því þriðja.

mbl.is