Lögregluþjónn ákærður fyrir morð

Dalian Atkinson í leik með Aston Villa.
Dalian Atkinson í leik með Aston Villa. Ljósmynd/astonvilla.co.uk

Breskur lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir morðið á fyrrverandi knattspyrnumanninum Dalian Atkinson. Hann lék meðal annars með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og lést eftir hjartaáfall sem hann fékk í kjöl­far þess að lög­reglu­menn skutu hann með raf­byssu fyrir þremur árum.

Atkinson var 48 ára þegar hann lést. 

Fram kemur í frétt BBC að lögregluþjónar hafi verið kallaðir að heimili föður Atkinson fyrir þremur árum vegna manns sem var sagður sýna af sér ógnandi hegðun.

Hinn lögregluþjónninn hefur verið ákærður fyrir líkamsárás.

Eftir að hafa haldið aftur af Atkinson skaut lögreglumaður á hann með rafbyssu. Atkinson var fluttur á spítala en hann lést 90 mínútum eftir komuna þangað. Dánar­or­sök­in var hjarta­stopp sem var af­leiðing af raf­byssu­skoti lög­reglu­mann­s.

Atkin­son lék meðal ann­ars með Ipswich Town, Sheffield Wed­nes­day, Real Sociedad, Ast­on Villa, Fener­bache, Metz og Manchester City á leik­mannsferli sín­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert