Tilfinningarnar léku lausum hala í Kúveit

Arnar Davíð Jónsson náði mögnuðum árangri í Kúveit.
Arnar Davíð Jónsson náði mögnuðum árangri í Kúveit.

„Þetta er 130% það stærsta sem ég hef gert á ferlinum hingað til,“ sagði hinn 25 ára gamli Arnar Davíð Jónsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafnaði í öðru sæti á World-Bowling Tour sem fram fór í Kúveit en mótið er hluti af heimsmótaröðinni í keilu og einnig hluti af atvinnumannamótaröðinni í Bandaríkjunum. Arnar er staddur í Kúveit þar sem honum var boðið að keppa í úrslitum heimstúrsins, en honum var boðið að taka þátt í mótinu þar sem hann er í efsta sæti stigalista Evrópumótaraðarinnar.

Arnar er jafnframt fyrsti íslenski keiluspilarinn til þess að leika til úrslita á svo stóru móti.

Arnar tapaði fyrir Englendingnum Dominic Barrett í úrslitum í Kúveit, 2:0, en Barrett er einn af betri keiluspilurum heims í dag.

„Ég gæti ekki verið sáttari með úrslitaleikinn og mína frammistöðu. Dominic Barrett er einn af þeim bestu í heiminum í dag, ef ekki sá besti, og ég fór þess vegna með það að markmiði inn í viðureignina að reyna að njóta þess að vera þarna og hafa gaman af því sem ég var að gera. Að sjálfsögðu ætlaði ég að reyna að gera mitt allra besta til að vinna leikinn, annað hefði verið galið, en heilt yfir er ég mjög sáttur við þetta.“

Nánar er rætt við Arnar Davíð á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »