Már synti undir gildandi heimsmeti

Már Gunnarsson
Már Gunnarsson Ljósmynd/ÍF

Á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi, sem er hluti af Íslandsmeistaramóti Sundssambands Íslands sem haldið er í Ásvallarlaug, synti Már Gunnarsson úr ÍRB undir gildandi heimsmeti í flokki S11 í 200 metra baksundi í 25 metra laug.

Már synti á tímanum 2:34,57 mínútum sem er heimsmet en metið hefur ekki verið formlega staðfest segir í tilkynningu frá

Mótshluti ÍF heldur áfram í fyrramálið.

mbl.is