Snæfríður bætti 11 ára gamalt Íslandsmet

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir. mbl.is/Hari

Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti í 11 ára gamalt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi á opna danska meistaramótinu sem haldið er í Esbjerg.

Snæfríður synti fyrsta sprettinn í 4:200 metra boðsundi með liði sínu, AGF. Hún synti á 1:58,42 mínútum en gamla metið átti Sigrún Brá Sverrisdóttir, 1:59,45 mínútur.

Snæfríður Sól verður í EM hópi Íslendinga í Glasgow í desember.

mbl.is