Annað EM lágmark Kristins

Kristinn Þórarinsson er í miklu stuði.
Kristinn Þórarinsson er í miklu stuði. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Kristinn Þórarinsson úr ÍRB er í hörkuformi á Íslandsmeistaramótinu í 25m laug, sem haldið er í Ásvallalaug þessa helgina.

Kristinn náði sínu öðru EM lágmarki á mótinu þegar hann fór á 24,32 sek í 50m baksundi í undanrásum í dag. Hann á best 24,27 sek, frá því á ÍM25 í fyrra.

Íslandsmet Arnar Arnarsonar í greininni er 24,05 og verður því spennandi að sjá hvort Kristinn setji sitt annað Íslandsmet á mótinu.

Kristinn bætti Íslandsmets Arnar í 100 metra fjór­sundi með því að synda á 53,85 sek­únd­um í gær. 

mbl.is