Fimm ára gamalt Íslandsmet féll

Frá Íslandsmótinu í sundi.
Frá Íslandsmótinu í sundi. mbl.is/Árni Sæberg

Þriðja hluta Íslandsmeistaramótsins í 25m laug í sundi lauk nú rétt í þessu en í síðustu greininni, 4x50m skriðsundi í blönduðum flokki, féll 5 ára gamalt Íslandsmet.

A - sveit SH synti á 1:37,53 mínútu en gamla metið var 1:38,63.

Sveit SH skipuðu þau Steingerður Hauksdóttir, Kolbeinn Hrafnkelsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson.

Úrslit hefjast svo kl 16:30 í dag en ráslistar þess hluta verður staðfestur um kl. 13:00 á úrslitasíðu mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert