Hlynur vann silfurverðlaun á Norðurlandamótinu

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR-ingurinn Hynur Andrésson vann til silfurverðlauna á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Vierumaki í Finnlandi í Finnlandi í dag en Íslendingar áttu þrjá keppendur á mótinu.

Hynur hljóp kílómetrana 9 á 27,09 mínútum og varð tveimur sekúndum á eftir Svíanum David Nilsson en alls luku 28 keppendur hlaupinu.

Úrslitin í hlaupinu

Þessi árangur er frábært innlegg inn í næstu verkefni Hlyns en næsta víðavangshlaup hans verður EM í Lissabon 8. desember nk.

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í 12. sæti í kvennaflokki á tímanum 27,21 mín, 2 mínútum á eftir sigurvegaranum, Anna Emilie Möller frá Danmörku, en konurnar hlupu 7,5 km.

Hlynur Ólason úr ÍR hafnaði 19. sæti í ungmennaflokki á tímanum 20.12 mín en þeir hlupu 6 km.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert