Val á landsliðshópnum í sundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur þátt á Evrópumótinu.
Eygló Ósk Gústafsdóttir tekur þátt á Evrópumótinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Átta Íslendingar taka þátt á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug sem haldið verður í Glasgow í Skotlandi 4.-8. desember.

Eftir Íslandsmeistaramótið í Ásvallalaug í gær var tilkynnt um val á keppendum sem taka þátt í Evrópumótinu og á Norðurlandamótinu sem haldið verður í Þórshöfn í Færeyjum 29. nóvember til 1. desember.

Þeir sundmenn sem keppa á Evrópumótinu eru:

Kristinn Þórarinsson, Fjölni
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Fjölni
Anton Sveinn McKee, SH
Dadó Fenrir Jasminuson, SH
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH
Kolbeinn Hrafnkelsson (boðsund), SH
Snæfríður Sól Jórunnardóttir, AGF

Þeir sundmenn sem keppa á Norðurlandamótinu:

Brynjólfur Óli Karlsson, Breiðabliki
Ragna Sigríður Ragnarsdóttir, Breiðabliki
Stefanía Sigurþórsdóttir, Breiðabliki
Kristín Helga Hákonardóttir, Breiðabliki
Patrik Viggó Vilbergsson, Breiðabliki
Kristófer Atli Andersen, Breiðabliki
Freyja Birkisdóttir, Breiðabliki
Brynhildur Traustadóttir, ÍA
Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir, SH
María Fanney Kristjánsdóttir, SH
Hafþór Jón Sigurðsson, SH
Katarína Róbertsdóttir, SH
Steingerður Hauksdóttir, SH
Aron Þór Jónsson, SH
Daði Björnsson, SH
Þorgerður Ósk Jónsdóttir, SH
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Fjölni
Kristján Gylfi Þórisson, Fjölni
Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson, Fjölni
Tómas Magnússon, KR
Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB
Gunnhildur Björg Baldursdóttir, ÍRB
Sigurjóna Ragnheiðardóttir, Óðni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert