Fyrrverandi heimsmetshafi í fjögurra ára bann

Abraham Kiptum.
Abraham Kiptum. AFP

Keníamaðurinn Abraham Kiptum hefur verið úrskurðaður í fjögurra ára bann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Kiptum átti heimsmet í hálfu maraþoni, þar til landi hans Geof­frey Kamwor­or bætti það fyrir tveimur mánuðum. 

Kiptum setti heimsmet sitt í október á síðasta ári, en hefur verið í tímabundnu banni síðan í apríl á þessu ári á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 

Allur árangur Kiptum frá 13. október á síðasta ári hefur verið þurrkaður út, m.a heimsmetið hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert