453 milljónum úthlutað úr Afrekssjóði

Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og ólympíusambandsins.
Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og ólympíusambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði 452,9 milljónum til sérsambanda og hækkaði um liðlega 114 milljónir á milli ára eins og lagt var upp með árið 2016 þegar ákveðið var að setja meira fjármagn frá hinu opinbera í sjóðinn.

Framlag ríkisins er 400 milljónir en einnig kemur fjármagn frá íslenskri getspá til Afrekssjóðs.

27 sérsambönd ÍSÍ hlutu styrk vegna verkefna á árinu og er heildarkostnaður verkefna þeirra tæpar 1.350 milljónir króna.

Afrekssjóður ÍSÍ styrkir að meðaltali um þriðjung kostnaðar við afreksstarfið en sérsamböndin öfluðu tekna fyrir um tveimur þriðju upphæðarinnar.

mbl.is