Bætti met Hrafnhildar í Færeyjum

Íslensku verðlaunahafarnir í Þórshöfn.
Íslensku verðlaunahafarnir í Þórshöfn. Ljósmynd/SSÍ

Íslenskt sundfólk fékk fimm verðlaun á Norðurlandamótinu í sundi sem lauk í Þórshöfn í Færeyjum í gærkvöld.

Ásdís Eva Ómarsdóttir bætti 11 ára gamalt stúlknamet Hrafnhildar Lúthersdóttur í 50 m bringusundi í flokki þegar hún fékk silfurverðlaun í flokki stúlkna 16 ára og yngri.

Ásdís Eva Ómarsdóttir bætti 11 ára gamalt stúlknamet.
Ásdís Eva Ómarsdóttir bætti 11 ára gamalt stúlknamet. Ljósmynd/SSÍ

Brynjólfur Óli Karlsson fékk silfurverðlaun í 200 m flugsundi karla.

Steingerður Hauksdóttir fékk bronsverðlaun í 50 m baksundi kvenna.

Ragna Sigríður Ragnarsdóttir fékk bronsverðlaun í 800 m skriðsundi kvenna.

María Fanney Kristjánsdóttir fékk bronsverðlaun í 200 m fjórsundi kvenna.
Alls kepptu 25 Íslendingar í Þórshöfn en á morgun fer besta sundfólk landsins til Glasgow og keppir þar á Evrópumótinu í 25 metra laug.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert