Bond sló Trump við

Judd Trump.
Judd Trump. Ljósmynd/World Snooker

Efsti maður heimslistans, Judd Trump, er úr leik á Breska meistaramótinu í snóker eftir óvænt tap í þriðju umferð. 

Nigel Bond hafði betur gegn Trump 6:1 þrátt fyrir að Trump hafi komist yfir 3:1 í viðureign þeirra. Bond vann því fimm ramma í röð og tryggði sér sigur gegn núverandi heimsmeistara.

Bond er enginn nýgræðingur í íþróttinni þótt úrslitin hafi komið verulega á óvart. Hann er 54 ára gamall og er í 98. sæti heimslistans. 

Hans bíður viðureign gegn Joe Perry eða Gary Wilson í fjórðu umferð. 

mbl.is