Annað sæti dugði ekki til

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sundkonurnar Ingi­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir og Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir komust ekki í undanúrslit í 50 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow í skotlandi í dag. 

Jóhanna hafnaði í öðru sæti í fyrsta riðlinum af fjórum, en það dugði ekki til, þar sem riðilinn var sá hægasti. Hún synti á 27,19 sekúndum og endaði í 27. sæti af 36 keppendum. 

Ingibjörg synti í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði í tíunda og neðsta sæti. Hún synti á 27,23 sekúndum og varð í 28. sæti. 

Melanie Henique, bronsverðlaunahafi frá HM, synti á besta tímanum, 25,37 sekúndum og hin danska Emilie Beckman kom þar á eftir á 25,47 sekúndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert