Áætlað að úthluta aftur 450 milljónum 2020

Handknattleikssamband Íslands fær hæstu styrkina.
Handknattleikssamband Íslands fær hæstu styrkina. Eggert Jóhannesson

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði 452,9 milljónum til sérsambanda á þessu ári og hækkaði upphæðin um liðlega 114 milljónir á milli ára. Umhverfi Afrekssjóðs tók stakkaskiptum árið 2016 þegar ákveðið var að setja mun meira fjármagn frá ríkinu í sjóðinn.

Framlag ríkisins er 400 milljónir og hefur hækkað á hverju ári síðan 2016 eins og lagt var upp með. Einnig kemur fjármagn frá Íslenskri getspá til Afrekssjóðs.

27 sérsambönd ÍSÍ hlutu styrk vegna verkefna á árinu og er heildarkostnaður verkefna þeirra tæpar 1.350 milljónir króna samkvæmt ársskýrslu sjóðsins.

Afrekssjóður ÍSÍ styrkir að meðaltali um þriðjung kostnaðar við afreksstarfið en sérsamböndin öfluðu tekna fyrir um tvo þriðju upphæðarinnar.

HSÍ fékk langmest

Handknattleikssamband Íslands fékk mest fjármagn úr Afrekssjóði ÍSÍ á árinu sem senn er á enda. HSÍ fékk tæpar 68 milljónir á árinu og fékk umtalsvert meira en þau sérsambönd sem næst koma. Fimleikasambandið fékk næstmest eða 46,5 milljónir. Körfuknattleikssambandið fékk tæpar 44 milljónir og Frjálsíþróttasambandið rúma 41 milljón.

Sjá fréttaskýringuna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »