Arna setti þrjú Íslandsmet

Arna Ösp Gunnarsdóttir.
Arna Ösp Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arna Ösp Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet á EM í klassískum kraftlyftingum í Kaunas í Litháen í dag. Arna keppir í -63kg flokki og hafnaði hún í 13. sæti. 

Arna þurfti tvær tilraunir við 132,5 kg í hnébeygju, áður en hún lyfti upp 140 kg sem er nýtt Íslandsmet. Í bekkpressu lyfti hún 82,5 kg og bætti með því sinn persónulega árangur. 

Arna byrjaði á að gera ógilt í hnébeygju er hún reyndi við 132,5 kíló en sama þyngd fór af öryggi upp í næstu tilraun. Næst reyndi hún við 140 kíló sem er nýtt Íslandsmet og lyfti hún því örugglega upp. Arna lyfti 177,5 kg í réttstöðulyftu, sem er Íslandsmet. Samanlagt lyfti hún 400 kílóum, sem er einnig Íslandsmet. 

Friðbjörn Bragi Hlynsson tók þátt á sínu fyrsta Evrópumóti og hafnaði í 16. sæti í -83 kg flokki. Hann setti Íslandsmet í hnébeygju er hann lyfti 240 kílóum. Hann lyfti 160 kílóum í bekkpressu og 265 kíló í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti Friðbjörn 665 kílóum, sem er jöfnun á eigin Íslandsmeti. 

Friðbjörn Bragi og Arna Ösp Gunnarsdóttir hvort sínu megin við …
Friðbjörn Bragi og Arna Ösp Gunnarsdóttir hvort sínu megin við Hannes Hólm Elíasson. Ljósmynd/Kraftlyftingasamband Íslands
mbl.is