Síðasta treyja Pelé seld fyrir fúlgur fjár

Treyjan góða.
Treyjan góða. AFP

Treyja sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé klæddist í síðasta leiknum sem hann spilaði á ferlinum var seld á 30 þúsund evrur, jafnvirði rétt rúmar fjórar milljónir íslenskra króna, á uppboði á Ítalíu.

Pelé, sem er 79 ára gam­all og vann heims­meist­ara­titil­inn í knatt­spyrnu í þrígang með Bras­il­íu­mönn­um, 1958, 1962 og 1970, lék í treyjunni í vináttulandsleik gegn Júgóslavíu á Maracana-vellinum í Ríó de Janeiro í heimalandinu í júlí 1971.

Pelé skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum en flestir telja hann með bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar.

Pelé og Maradona í faðmlögum.
Pelé og Maradona í faðmlögum. AFP

Auk þess var treyja argentínsku goðsagnarinnar Diego Maradonna seld á sama uppboði. Um var að ræða treyju sem Maradona klæddist þegar hann lék með Napoli á Ítalíu tímabilð 1989-1990 og var hún seld á 7.500 evrur, jafnvirði rúmrar einnar milljónar íslenska króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert