Tók þátt í nýju landsmeti tíu árum síðar

Íslenska sveitin í 4x50 m skriðsundi
Íslenska sveitin í 4x50 m skriðsundi Ljósmynd/SSÍ

Íslenska sveitin í 4x50 metra skriðsundi kvenna setti landsmet í Glasgow í dag þegar hún hafnaði í þrettánda sæti af sextán sveitum á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug.

Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet.

Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum.

Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á nýja metið sett.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert