Nýtt landsmet í fjórsundi

Anton Sveinn McKee var hluti af boðsveit Íslands í 4x50 …
Anton Sveinn McKee var hluti af boðsveit Íslands í 4x50 metra fjórsundi. Ljósmynd/SSÍ

Boðsundssveit karla setti í dag nýtt landsmet í 4x50 metra fjórsundi á EM í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Glasgow í Skotlandi. Sveitin kom í mark á tímanum 1:36,97 en gamla metið var 1:38,66 og bætti íslenska sveitin metið því umtalsvert.

Sveitina skipuðu þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Anton Sveinn McKee, Kristinn Þórarinsson og Dadó Fenrir Jasmínuson. Sveitin komst ekki áfram í undanúrslit og endaði í 20. sæti af 22 sveitum en allir Íslendingarnir hafa nú lokið keppni á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert