Tryggði sér sæti í A-landsliðinu

María Finnbogadóttir stóð sig vel í Austurríki í gær.
María Finnbogadóttir stóð sig vel í Austurríki í gær. Ljósmynd/SKÍ

María Finnbogadóttir tryggði sér í gær A-landsliðssæti í alpagreinum með árangri sem hún náði á alþjóðlegu svigmóti í Austurríki.

María, sem hefur verið í B-landsliðshópnum, keppti í gær annan daginn í röð á alþjóðlegu FIS-móti í Austurríki og hafnaði í 18. sæti eftir góða fyrri ferð. Henni hlekktist aðeins á í þeirri síðari en náði í 54,66 FIS-stig.

Þar með verður hún með 49,94 FIS-stig á næsta lista Alþjóðaskíðasambandsins, bætir sig um tíu stig og kemst undir lágmarkið fyrir A-landsliðssæti sem er 55 FIS-stig. María var með 59,10 stig fyrir mótin í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert