Freyja og Aron best á árinu 2019

Freyja Stígsdóttir og Aron Anh Ky Hyunh með viðurkenningar sínar.
Freyja Stígsdóttir og Aron Anh Ky Hyunh með viðurkenningar sínar. Ljósmynd/KAÍ

Freyja Stígsdóttir úr Þórshamri og Aron Anh Ky Huynh úr ÍR hafa verið útnefnd karatefólk ársins 2019 af Karatesambandi Íslands.

Í umfjöllun um afrek Freyju segir Karatesambandið í fréttatilkynningu:

Freyja hefur verið sigursæl karatekona síðustu ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kata og kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varð í öðru sæti á NM 2019 í sínum flokki auk þess að verða bikarmeistari kvenna eftir að hafa sigrað á þremur bikarmótum á árinu. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðustu ár.

Um Aron er sagt:

Aron Anh er efnilegur karatemaður sem hefur verið vaxandi í keppni undanfarin ár og hefur einbeitt sér að keppni í kata. Aron Anh hefur verið í verðlaunasætum á fullorðinsmótum í kata innanlands sem utan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert