Setti Íslandsmet í San Diego

Tiana Ósk Whitworth.
Tiana Ósk Whitworth. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth setti nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi utanhúss á skólamóti í San Diego í Bandaríkjunum þegar hún hljóp vegalengdina á 7,64 sekúndum.

Hún sló þar met Hafdísar Sigurðardóttur frá árinu 2013 en það var 7,68 sekúndur. Tinna og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eiga saman Íslandsmetið innanhúss í greininni en það er 7,47 sekúndur.

Tiana hóf nám við San Diego-háskóla í haust og keppir fyrir skólann. Hún varð önnur í 60 metra hlaupi og þriðja í 150 metra hlaupi á 17,92 sekúndum. Þá keppti hún með sveit skólans sem varð í öðru sæti í 4x400 metra hlaupi á 3:49,60 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert