Þrettán marka leikur gegn Kirgistan

Ólafur Hrafn Björnsson var atkvæðamikill í dag.
Ólafur Hrafn Björnsson var atkvæðamikill í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí byrjaði vel í undankeppninni fyrir Vetrarólympíuleikana og vann öruggan sigur á Asíuríkinu Kirgistan í miklum markaleik. 

Ísland sigraði 9:4 en þjóðirnar eru með Ísrael og Rúmeníu í riðli sem leikin er í Brasov í Rúmeníu og hófst í dag. 

Ólafur Hrafn Björnsson var atkvæðamikill og skoraði fjögur mörk fyrir Ísland en hann kom liðinu á bragðið með marki strax í upphafi leiks. 

Á morgun mætir Ísland liði Ísrael en í kvöld eigast við Rúmenía og Ísrael. Miðað við árangur þjóðanna á HM á undanförnum árum þá ættu heimamenn að vera sigurstranglegastir í riðlinum. 

Mörk Íslands: Ólafur Hrafn Björnsson 4, Hafþór Sigrúnarson 2, Egill Birgisson, Jóhann Leifsson, Heiðar Kristveigarson. 

Stoðsendingar: Róbert Sigurðsson 2, Axel Orongan 2, Jóhann Leifsson 2, Kristján Árnason, Gunnar Arason, Sölvi Atlason, Andri Mikaelsson, Atli Sveinsson, Bjarki Jóhannesson, Róbert Pálsson, Sigurður Þorsteinsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert