Annar stórsigur Íslands

Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. Ljósmynd/Íshokkísamband Rúmeníu

Karlalandslið Íslands í íshokkí sigraði Ísrael 5:0 í undankeppni fyrir Vetrarólympíuleikana í Rúmeníu í dag. 

Ísland hefur unnið báða sína leiki til þessa en í gær vann liðið Kirgistan 9:4. Ísland á eftir að glíma við Rúmeníu sem vann Ísrael 15:0 í gær og verður það að öllum líkindum hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kemst áfram á næsta stig undankeppninnar. 

Ísland var 1:0 yfir að loknum fyrsta leikhluta en skoraði tvö mörk í öðrum leikhluta og lagði grunninn að sigrinum. Tvö mörk til viðbótar komu í síðasta leikhlutanum. 

Mörk Íslands: Axel Orongan 2, Miloslav Racansky, Jóhann Már Leifsson, Ólafur Hrafn Björnsson.

Stoðsendingar: Sigurður Þorsteinsson, Atli Sveinsson, Hafþór Sigrúnarson, Andri Mikaelsson, Miloslav Racansky, Róbert Sigurðsson, Ólafur Hrafn Björnsson, Róbert Pálsson og Kristján Árnason. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert