Blóðbað á svellinu í Kanada (myndband)

Frá leik Fjölnis og SR í Hertz-deildinni. Myndin tengist fréttinni …
Frá leik Fjölnis og SR í Hertz-deildinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Tucker Tynan, 17 ára markmaður Niagra IceDogs, var fyrir hættulegum meiðslum er lið hans mætti London Knights í kanadísku unglingadeildinni í íshokkíi. 

Tynan skarst afar illa eftir að andstæðingur hans skautaði yfir fótinn á honum. Hlaut Tynan opið sár, með þeim afleiðingum að blóðpollur myndaðist á svellinu. 

Markmaðurinn ungi var keyrður rakleiðis á sjúkrahús, þar sem gert var að meiðslum hans. Fór hann í vel heppnaða aðgerð og gæti hann snúið aftur á ísinn innan skamms. 

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan, en varað er við myndunum, þar sem þær geta vakið óhug. 

mbl.is