Chiefs og 49ers komin í úrslitaleikina

Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers fagnar sigrinum á Seattle …
Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers fagnar sigrinum á Seattle Seahawks í nótt. AFP

Kansas City Chiefs mætir Tennessee Titans í úrslitaleik Ameríkudeildar og San Francisco 49ers mætir Green Bay Packers í úrslitaleik Landsdeildar í bandaríska NFL-ruðningnum en undanúrslitum deildanna lauk í nótt.

Kansas City Chiefs vann þá Houston Texans, 51:31, og Green Bay Packers vann Seattle Seahawks, 28:23. Í fyrrinótt vann Tennessee Titans óvæntan sigur á Baltimore Ravens, 28:12, og San Francisco 49ers vann Minnesota Vikings 27:10. 

Úrslitaleikir deildanna fara fram um næstu helgi þar sem Kansas og San Francisco verða á heimavöllum. Sigurliðin mætast síðan í Ofurskálarleiknum, úrslitaleik NFL.

mbl.is